Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Illa skorinn eftir árás á veitingastað í Keflavík í nótt
Mánudagur 30. ágúst 2004 kl. 08:43

Illa skorinn eftir árás á veitingastað í Keflavík í nótt

Í nótt var lögregla og sjúkralið kölluð að skemmtistaðnum Traffic í Keflavík en þar hafði maður hlotið töluverða áverka í andliti eftir að hafa verið sleginn í andlitið með glerglasi. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar í morgun mun maðurinn hafa misst um 2 lítra af blóði og þurfti að sauma hann 40 spor í andlitið. Hinn slasaði var fluttur til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Árásarmaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslu lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024