Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. desember 2001 kl. 01:41

Illa lyktandi frétt frá því í gær!

Það voru skötuveislur víða á Suðurnesjum í gær, bæði í heimahúsum og á veitingastöðum. Ilminn eða fnykinn, hvort sem menn vilja kalla, laggði yfir bæinn og fólk kom angandi út í góða veðrið.Kokkarnir í Matarlyst á Iðavöllum höfðu í nógu að snúast í hádeginu í gær en á annað hundrað manns komu í skötu og borðuðu hana miskæsta. Kæstust var þó Tindabykkjan en gestir voru ánægðir og þeir sem eru minna fyrir þetta kæsta fengu ljúffengan saltfisk, gátu valið úr síldar- og laxaforréttum á undan og fengu svo grjónagraut á eftir.
„Þetta er byrjunin á jólunum“ varð einum gesti á orði en annar hló og sagði að þetta væri skrýtin menning að borða hálf ónýtan mat. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í hádeginu á Þorláksmessu af gestum í veitingasal Matarlystar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024