Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íhuga að greiða upp skuldirnar
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 08:51

Íhuga að greiða upp skuldirnar


Bæjaryfirvöld í Vogum íhuga nú að greiða upp skuldir sveitarfélagsins og nýta til þess allt að 700 milljónir úr Framtíðarsjóði sveitarfélagsins. Það er um helmingur þess fjármuna sem í sjóðnum eru.

Ákveðnar reglur gilda um ráðstöfun Framtíðarsjóðsins.  Tillaga þess efnis þarf að fara í gegnum tvær umræður í bæjarstjórn. Auk þess þarf að kynna hana á íbúafundi ásamt áliti sérfræðings. Þetta ferli hefur staðið ufir undanfarið í Vogum og kemur tillagan til seinni umræðu í bæjarstjórn nú í janúar. En það er ekki þar með sagt að þessi ákvörðun verði tekin. Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Vogum, er bæjarstjórn fyrst og fremst að sækja þessa heimild ef til þess kemur að sveitarfélagið vilji fara þessa leið.  Þá yrðu öll langtímalán sveitarfélagsins greidd upp auk þess að sveitarfélagið keypti sig út úr hluta þeirra fasteignaskuldbindinga sem á því hvíla.

Stýrivextir hafa lækkað og verðbólga sömuleiðis. Á sama tíma hefur fjármagnstekjuskattur hækkað þannig að vaxtamunurinn á milli þess að skulda og eiga peninga er að verða lítill eða neikvæður. Því getur borgað sig fyrir sveitarfélag sem á sjóð að greiða upp skuldir sínar.

----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Sveitarfélagið Vogar.