Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

IGS þarf að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota
Mánudagur 24. september 2007 kl. 16:15

IGS þarf að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna fyrirtækisins yrði felldur úr gildi. Félagið þarf því að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota. Vísir.is greinir frá þessu.

Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra komst Samkeppniseftirlitið að því að Flugþjónustan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og gerði flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. Var félaginu gert að greiða 80 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir því sem segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins.

Þeim úrskurði áfrýjaði fyrirtækið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins en lækkaði þó sekt Flugþjónustunnar um 20 milljónir. Flugþjónustan fór þá með málið fyrir dóm sem staðfesti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar um að félagið hefði brotið gegn samkeppnislögum og að álögð sekt væri í samræmi við alvarleg brot félagsins.

www.visir.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024