Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

IGS fær alþjóðlega gæðavottun
Laugardagur 28. mars 2009 kl. 13:23

IGS fær alþjóðlega gæðavottun

Föstudaginn 27. mars síðastliðinn var Flugþjónustunni Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) afhent gæðavottorð en allt frá desember 2008 hefur fyrirtækið verið vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Þetta eru mikil tímamót í sögu IGS en undanfarin fimm ár hefur verið unnið hörðum höndum að innleiðingu gæðakerfisins. Gæðastefnan tekur á flestum þáttum í starfsemi fyrirtækisins s.s. þjónustu við viðskiptavini, verkferlum, samskiptum við birgja, gæðamælingum, starfsmannamálum og neyðar- og viðbragðsáætlunum.

Tilgangur gæðakerfisins er að tryggja að til staðar sé virkt ferli fyrir forvarnir og úrbætur svo hægt sé að fyrirbyggja gæðavandamál. M.a. er tekið mið af öryggisreglum flugvallaryfirvalda, alþjóðlegum reglum er varðar flugstarfsemi sem og reglugerðum varðandi framleiðslu og meðhöndlun matvæla. Samkvæmt Guðjóni Skúlasyni, forstöðumanni gæða- og öryggissviðs IGS, er grundvallaratriði gæðastefnunnar að starfsfólk sé sífellt að leita leiða, hugmynda og aðferða við að bæta þjónustu og starfsemi félagsins. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því ætíð að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu þar sem gæði og verð fara saman. Gæðakerfið er vottað af óháðum aðila og tekið út af sama aðila tvisvar á ári.


Efri myndin: Hér má sjá þegar Kjartan Kárason frá Vottun hf. afhendir Gunnari Olsen framkvæmdastjóra IGS gæðavottunina.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024