Idol útsending í Festi í kvöld
Stuðningsmenn Suðurnesjamannsins Kalla sem kominn er í 3 manna úrslit í Idol keppninni ætla að hittast í Festi í Grindavík í kvöld þar sem fylgst verður með Idol keppninni af risa skjá. Húsið opnar klukkan 19 og verður Stöð 2 með útsendingu frá Festi. Á miðnætti hefst dansleikur þar sem hljómsveitin Geimfararnir leika fyrir dansi og er 18 ára aldurstakmark á dansleikinn.