Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Iðnaðarráðherra segir álversákvörðun á faglegum nótum
Fimmtudagur 19. maí 2005 kl. 09:55

Iðnaðarráðherra segir álversákvörðun á faglegum nótum

Iðnaðarráðherra segir fagleg sjónarmið munu ráða þegar ákvarðanir um álver verða teknar. Fjárfestar en ekki stjórnvöld ákveði hvar álver rísi. Ráðherra var ókunnugt um viljayfirlýsingu um álver í Helguvík fyrr en eftir á. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vissi ekki um viljayfirlýsingu Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja fyrr en eftir undirritun. Iðnaðarráðherra óskar Suðurnesjamönnum til hamingju en segir sjálfstæðismenn suður með sjó hafa tekið orð sín, um að of snemmt væri að fagna álveri á Suðurnesjum, úr samhengi.

Valgerður segir vart geta hvarflað að Suðurnesjamönnum að hætt verði við álversáform fyrir norðan þótt viljayfirlýsing hafi verið undirrituð um álver í Helguvík. Valgerður minnir á að tugum miljóna hafi verið varið í undirbúning vegna álvers á Norðurlandi. Því beri að halda til haga. Hún óskar Suðurnesjamönnum til hamingju með viljayfirlýsinguna.

Valgerður kveðst orðin vön ásökunum um að hygla sínu kjördæmi. Þannig séu stjórnmálin einfaldlega. Hún segir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík á engan hátt verða til vansa fyrir álversáform á Norðurlandi, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024