Iðnaðarráðherra falið að stytta leigutímann
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fela iðnaðarráðherra í samráði við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS orku, og eigendur félagsins, Magma Energy, og sveitarfélög sem landeigendur og eigendur auðlinda, um að stytta leigutíma nýtingarréttar jarðhitaauðlinda. Þetta er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda. Að auki er lögð áhersla á að tryggja ríkinu ótímabundinn forkaupsrétt á hlutum Magma í HS orku. Frá þessu er greint á Vísi.