Fréttir

Icelandic kaupir Ný-Fisk í Sandgerði
Þriðjudagur 1. október 2013 kl. 10:18

Icelandic kaupir Ný-Fisk í Sandgerði

Icelandic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu við eigendur fiskvinnslufyrirtækisins Ný-Fisks í Sandgerði um kaup á fyrirtækinu. Fiskifréttir greina frá þessu.

Stefnt er að því að kaupsamningur milli aðila verði undirritaður fyrir áramót að lokinni áreiðanleikakönnun.

Í umfjöllun Fiskifrétta um Ný-Fisk fyrr í sumar kemur fram að Ný-Fiskur veltir hátt á fjórða milljarð króna og fyrirtækið vinnur úr um 7 þúsund tonnum af hráefni. Þar starfa um hundrað manns.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl