Icelandair tekur yfir austurhlaðið
Þegar Eyjafjallajökull gaus um árið skapaðist sérstök stemmning á austurhlaði Keflavíkurflugvallar þar sem farþegaþotum var raðað upp þar sem þær gátu ekki flogið vegna gosefna í andrúmsloftinu.
Stemmningin er svipuð í dag. Nú er farþegaþotum Icelandair raðað upp á austurhlaðinu þar sem þær geta ekki flogið vegna verkfalls flugvirkja.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi yfir girðingu á Keflavíkurflugvelli nú áðan.