Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Icelandair stundvísasta félagið í febrúar
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 10:04

Icelandair stundvísasta félagið í febrúar

Icelandair var stundvísasta flugfélagið frá Keflavíkurflugvelli í febrúar en easyJet var stundvísast í janúar.

Hlutfall brottfara Icelandair á réttum tíma voru 79% og hlutfall lendinga á réttum tíma voru 70%. Sömu hluföll hjá WOW air voru 69% við brottfarir og 50% við lendingar. easyJet er með versta hlutfall brottfara á réttum tíma, eða 66%, en besta hlutfall lendinga á réttum tíma, eða 80%.

Þegar skoðuð eru heildarhlutföll flugferða á réttum tíma er Icelandair með besta hlutfallið eða 75%, easyJet er næst með 73% og WOW air er með 60% hlutfall.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024