Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Icelandair segir upp hátt í 50 flugmönnum
Mánudagur 14. ágúst 2006 kl. 11:21

Icelandair segir upp hátt í 50 flugmönnum

Fjörutíu og fjórum flugmönnum Icelandair var sagt upp um seinustu mánaðamót, þar af 19 fastráðnum. Eru flugmennirnir ósáttir við að vera sagt upp sökum hugsanlegs verkefnaskorts segir á www.ruv.is.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir við RÚV að uppsagnirnar séu óumflýjanlegar í rekstri sem sé jafnsveiflukenndur og rekstur Icelandair.

Af flugmönnunum 44 voru 25 ráðnir tímabundið og vissu því að til þessa kæmi. Gremjan er því frekar til komin vegna uppsagnar fastráðinna flugmanna. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, varaformaður FÍA, Félags Íslenskra atvinnuflugmanna, segir Icelandair ofnota uppsagnarfrestinn og ala á gremju meðal flugmanna.

www.ruv.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024