Icelandair opnar nýja setustofu í Leifsstöð
Icelandair hefur tekið í notkun nýja og glæsilega setustofu í Leifsstöð. Nýju setustofunni er ætlað að auka og bæta þjónustu við ört vaxandi hóp Saga Business Class farþega félagsins. Setustofan er um 570 fermetrar búin fullkomnum tæknibúnaði ásamt fjölbreyttri aðstöðu til vinnu, slökunar og afþreyingar.
"Með verulegri lækkun viðskiptafargjalda okkar hefur farþegum fjölgað stórlega á Saga Business Class og með þessari setustofu sem án vafa er ein sú glæsilegasta í Evrópu erum við að mæta þeirri fjölgun og auka þjónustu við farþegana", segir María Rún Hafliðadóttir, forstöðumaður viðskiptavinaþjónustu Icelandair.
Nýja setustofan er norðanmegin í suðurbyggingunni í Leifsstöð en það var arkitektastofan Form og Rými sem annaðist hönnunina.
Í tilefni af opnun setustofunnar mun myndlistamaðurinn Tolli opna þar sýningu á nýjum verkum. Sýningin er sölusýning og mun 10% af andvirði verkanna renna til Vildarbarna, ferðasjóðs Icelandair og viðskiptavina félagsins fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður.
Á myndinni eru Hannes Smárason, Steinn Logi Björnsson, María Rún Hafliðadóttir og Sigurður Helgason í afgreiðslu nýju setustofunnar.
"Með verulegri lækkun viðskiptafargjalda okkar hefur farþegum fjölgað stórlega á Saga Business Class og með þessari setustofu sem án vafa er ein sú glæsilegasta í Evrópu erum við að mæta þeirri fjölgun og auka þjónustu við farþegana", segir María Rún Hafliðadóttir, forstöðumaður viðskiptavinaþjónustu Icelandair.
Nýja setustofan er norðanmegin í suðurbyggingunni í Leifsstöð en það var arkitektastofan Form og Rými sem annaðist hönnunina.
Í tilefni af opnun setustofunnar mun myndlistamaðurinn Tolli opna þar sýningu á nýjum verkum. Sýningin er sölusýning og mun 10% af andvirði verkanna renna til Vildarbarna, ferðasjóðs Icelandair og viðskiptavina félagsins fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður.
Á myndinni eru Hannes Smárason, Steinn Logi Björnsson, María Rún Hafliðadóttir og Sigurður Helgason í afgreiðslu nýju setustofunnar.