Icelandair oftast á réttum tíma
Brottfarir Icelandair voru langoftast á réttum tíma síðastliðin hálfan mánuð og tafirnar voru að jafnaði aðeins tvær mínútur. Iceland Express stóð sig líka vel á tímabilinu.
Síðustu tvær vikur hafa vélar Icelandair hafið sig til flugs frá Leifsstöð að jafnaði nærri þrjátíu sinnum á dag. Í 94 prósent tilvika hafa vélarnar farið á réttu tíma. Hjá Iceland Express voru brottfarir um fimm á dag og voru 91% á áætlun. Stundvísi WOW air var aðeins lakari en ferðir félagsins voru um þrjár á dag.
Hlutfall komutíma sem stóðust áætlun voru lægri hjá öllum félögunum þremur. Í heildina voru því níu af tíu ferðum Icelandair og Iceland Express á réttum tíma og 79 prósent hjá WOW air. Tafir hjá því síðarnefnda voru 24 mínútur að jafnaði. Meðalseinkun á ferðum Icelandair, til og frá landinu, voru hins vegar aðeins tvær mínútur.
Frá þessu er greint á vefsíðunni Túristi.is þar sem nánar er fjallað um málið.