Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Icelandair hótel í Keflavík verður Park Inn by Radisson
Laugardagur 30. maí 2015 kl. 15:16

Icelandair hótel í Keflavík verður Park Inn by Radisson

Eigendur Icelandair hótelsins í Keflavík breyta nafni hótelsins í Park Inn by Radisson efir að hafa gengið til samstarfs við Carlson Rezidor, eina stærstu hótelkeðju heims. Samstarfssamningurinn tekur gildi á haustdögum en fyrir eru tvö hótel hérlendis í samstarfi við Carlson Rezidor, það eru Radisson Blu Saga og Radisson Blu1919.

Helsta ástæða breytinganna eru þeir möguleikar sem felast í þeirri miklu áherslu sem Park Inn by Radisson leggur á rekstur flugvallarhótela en keðjan rekur nú þegar hótel við alla helstu millilandaflugvelli í Evrópu. Samningaviðræður við erlendu hótelkeðjuna stóðu yfir í töluverðan tíma en gengið var frá þeim í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við kveðjum Icelandair hótelin eftir tæplega tveggja áratuga ánægjulegt samstarf. Framundan eru spennandi tímar enda mikill ávinningur fyrir hótelið að ganga til samstarfs við og verða hluti af bókunarkerfi alþjóðlegrar hótelkeðju,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir hótelstjóri, en hótelkeðjan rekur tæplega 1.400 hótel með um 180.000 herbergjum.

 Eftir breytingar sem nýlega og væntanlegar breytingar á hótelinu uppfyllir það allar gæðakröfur Park Inn by Radisson, meðal annars hvað varðar þægindi, funda- og ráðstefnuaðstöðu. Á hótelinu eru sex fundasalir sem rúma frá 10 til 300 manns. Herbergi hótelsins eru 77 talsins, þar af voru 14 þeirra tekin í notkun nýverið.