Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Icelandair flytur níu störf til Tékklands
Fimmtudagur 18. febrúar 2016 kl. 13:00

Icelandair flytur níu störf til Tékklands

Níu starfsmönnum Icelandair Ground Services við hleðslueftirlit mun verða sagt upp um næstu mánaðamót því flytja á störfin til Tékklands. IGS er dótturfélag Icelandair og eru störfin flutt vegna hagræðingar hjá því síðarnefnda. Frá þessu er greint í blaðinu Stundinni sem kom út í dag. Áformin munu hafa verið tilkynnt á fundi með starfsmönnum um síðustu mánaðamót. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, sagði í viðtali við Stundina að öllum starfsmönnunum sem sagt verði upp verði boðin önnur störf innan fyrirtækisins.

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að störfin væru flutt vegna hagræðingar hjá IGS sem ekki er rétt því flutningurinn er vegna hagræðingar hjá Icelandair.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024