Icelandair ætlar að funda með starfsmönnum IGS
Aðgerðum starfsmanna IGS lauk kl. 08 í morgun með loforði forstjóra Icelandair, Jóns Karls Helgasonar, að farið yrði í samningaviðræður við starfsmenn. Starfsfólkið lagði niður störf í morgun til að reyna knýja fram bætur á kaupum og kjörum sínum. Búist var við meiriháttar seinkunum á flugi til og frá landinu. Svo fór þó ekki og tafir urðu mestar um 30 mínútur.
Yfirmenn gengu í störf þeirra sem lögðu niður vinnu og einhverjir starfsmenn tóku ekki þátt í aðgerðunum en þeim lauk klukkan átta. Aðeins urðu smávægilegar breytingar á flugi.
Fulltrúar starfsmanna funduðu með Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, milli klukkan sjö til átta. Starfsmennirnir sögðu fundinn hafa verið góðan og eru þeir bjartsýnir á framhaldið.
Mynd: Frá mótmælum starfsmanna í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson