Icelandair á lista hundrað bestu flugfélaga heims
Flugfélagið Icelandair er í 82. sæti á árlegum lista yfir 100 bestu flugfélög heims, er fram kemur á vef Túrista. Listinn er tilkynntur á World Travel Awards, sem oft eru kölluð óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar og fram fóru í París í fyrradag, en hann byggir á einkunnagjöf flugfarþega um allan heim.
Icelandair er eina íslenska flugfélagið á listanum en í heildina voru 320 flugfélög skoðuð.