Atnorth
Atnorth

Fréttir

Iceland Express stofnar flugafgreiðslufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 29. mars 2011 kl. 19:48

Iceland Express stofnar flugafgreiðslufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli

Iceland Express ætlar að sjá um flugafgreiðslu eigin flugflota og eru að stofna félagið Iceland Express Handling til að sjá um þann rekstur. Þetta staðfesti Kristín Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Iceland Express í samtali við Víkurfréttir.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Eins og fram kom fyrr í dag hefur Airport Associates á Keflavíkurflugvelli sagt upp þjónustusamningi sínum við Iceland Express um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli.

Upplýsingafulltrúi Iceland Express sagði að það hafi lengi verið áhugi félagsins að sjá um þjónustu við eigin vélar og nú verði látið verða að því. Á næstu vikum verði auglýst eftir starfsfólki til flugþjónustustarfa hjá Iceland Express Handling.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025