Iceland Express flytur fjórðung farþega til og frá landinu
Farþegum Iceland Express fjölgaði um 106% í maí frá sama tíma árið áður, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þá segir að markaðshlutdeild félagsins hafi verið 24% af farþegaflutningum til og frá landinu um Keflavíkurflugvöll.
„Maí er annar mánuðurinn í röð þar sem farþegafjöldi Iceland Express meira en tvöfaldast milli ára. Í apríl síðastliðnum fjölgaði farþegum um rúm 100% frá árinu áður,“ segir jafnframt.
Sætaframboð Iceland Express jókst um helming 1. apríl sl. þegar félagið tók í notkun aðra Boeing 737 þotu og hóf að fljúga tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar.
Segir í tilkynningu fyrirtækisins að farþegum til og frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll hafi fjölgað jafnt og þétt frá því að Iceland Express tók til starfa í byrjun síðasta árs. Í maí hafi tæplega 110 þúsund farþegar farið um völlinn til og frá Íslandi. Það sem af er árinu hafi Iceland Express flutt rúmlega 20% allra farþega til og frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Morgunblaðið á Netinu greinir frá.
„Maí er annar mánuðurinn í röð þar sem farþegafjöldi Iceland Express meira en tvöfaldast milli ára. Í apríl síðastliðnum fjölgaði farþegum um rúm 100% frá árinu áður,“ segir jafnframt.
Sætaframboð Iceland Express jókst um helming 1. apríl sl. þegar félagið tók í notkun aðra Boeing 737 þotu og hóf að fljúga tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar.
Segir í tilkynningu fyrirtækisins að farþegum til og frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll hafi fjölgað jafnt og þétt frá því að Iceland Express tók til starfa í byrjun síðasta árs. Í maí hafi tæplega 110 þúsund farþegar farið um völlinn til og frá Íslandi. Það sem af er árinu hafi Iceland Express flutt rúmlega 20% allra farþega til og frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Morgunblaðið á Netinu greinir frá.