Iceland Airwaves í Bláa Lóninu – heilsulind
Laugardaginn 22. október verður boðið upp á létta dagskrá í Bláa Lóninu – heilsulind í tengslum við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina sem fram fer hér á landi þann 19. – 23. október. Dagskráin í heilsulind hefur verið hluti af hátíðinni undanfarin ár en þarna gefst fjölmiðlum, tónlistarmönnum og öðrum gestum tækifæri á að koma saman og fylgjast með efnilegum íslenskum tónlistarmönnum.
Í ár mun tónlistarmaðurinn Hermigervill spila fyrir gesti. Hermigervill spilar fjölbreytta tónlist sem er blanda af söng, hip-hop, rokki og poppi. Hann gaf nýlega út breiðskífu sem hlotið hefur frábæra dóma. Hermigervill ætlar að vera á léttu nótunum í heilsulind á laugardaginn og ætti enginn að láta þennan skemmtilega viðburð fram hjá sér fara.
Dagskráin hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 15.00.
Í ár mun tónlistarmaðurinn Hermigervill spila fyrir gesti. Hermigervill spilar fjölbreytta tónlist sem er blanda af söng, hip-hop, rokki og poppi. Hann gaf nýlega út breiðskífu sem hlotið hefur frábæra dóma. Hermigervill ætlar að vera á léttu nótunum í heilsulind á laugardaginn og ætti enginn að láta þennan skemmtilega viðburð fram hjá sér fara.
Dagskráin hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 15.00.