Íbúum Voga fjölgaði um 5% á síðasta ári
Íbúum Voga hefur fjölgað um 5% frá því á sama tíma á síðasta ári en þetta kemur fram í föstudagspistli bæjarstjóra Voga Ásgeirs Eiríkssonar á heimasíðu bæjarins. Sveitarfélagið finnur fyrir aukningu íbúa á Suðurnesjum en nú um áramótin voru íbúar Voga 1.266 en voru á sama tíma í fyrra 1.206 og alls hefur því fjölgað um 60 íbúa á einu ári í sveitarfélaginu.
Á síðasta ári hófust framkvæmdir við gatnagerð fyrir nýja íbúabyggð í Vogum og verður áframhald á þeirri þróun árið 2018. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og hefur meðal annars öllum þeim lóðum, sem sótt var um á síðasta ári, verið úthlutað.