Íbúum Suðurnesjum fjölgað um 714 á einu ári
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 608 frá 1. desember 2020 eða um 3,1%. Bæjarbúar eru í dag 20.277 talsins. Suðurnesjabær er næst fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Þar búa í dag 3.728 manns og hefur fjölgað um 79 eða 2,2% frá 1. desember 2020.
Íbúar Grindavíkur eru 3.569 talsins. Þeim hefur fjölgað um 21 frá 1. desmber í fyrra eða 0,6%. Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað um sex manns frá 1. desember í fyrra. Þeir eru í dag 1.331 en fjölgunin er upp á 0,5%.
Íbúar Suðurnesja eru samtals 28.905 talsins og hefur fjölgað um 714 manns. Það gerir 2,5% fjölgun frá 1. desmeber 2020.