Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum Suðurnesja fjölgar um sextán
Miðvikudagur 3. febrúar 2021 kl. 10:13

Íbúum Suðurnesja fjölgar um sextán

Íbúum Suðurnesja fjölgar um sextán einstaklinga á milli mánaða. Um nýliðin mánaðamót voru Suðurnesjamenn 28.216 talsins en voru 28.200 um áramótin.

Fækkun varð bæði í Suðurnesjabæ og Grindavíkurbæ en íbúum í Sveitarfélaginu Vogum og Reykjanesbæ fjölgaði.
Þannig fækkaði um 14 íbúa í Grindavík og 12 í Suðurnesjabæ. Íbúum Voga fjölgaði um 13 og í Reykjanesbæ var fjölgun á milli mánaða 38 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær er áfram fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.707 íbúa þann 1. febrúar sl.