Íbúum Suðurnesja fjölgaði um 6 vegna búferlaflutninga
Íbúum Suðurnesja vegna búferlaflutninga fjölgaði um sex talsins á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga á Íslandi.Í Grindavík hefur fjölgað um 12 einstaklinga, en 40 fluttu til bæjarins á meðan 28 fluttu á brott. Breytingar hjá öðrum sveitarfélögum á Reykjanesi urðu þær að í Reykjanesbæ fjölgaði um þrjá, í Gerðahreppi fjölgaði um sjö, í Sandgerði fækkaði um 14 og í Vogunum fækkaði um tvo.
Á Reykjanesi fjölgaði íbúum því vegna búferlaflutninga samtals um 6 einstaklinga fyrstu 3 mánuði ársins.
Á Reykjanesi fjölgaði íbúum því vegna búferlaflutninga samtals um 6 einstaklinga fyrstu 3 mánuði ársins.