Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum í Höfnum að fjölga
Mánudagur 14. nóvember 2016 kl. 14:07

Íbúum í Höfnum að fjölga

- Lóð í Höfnum undir einbýlishús úthlutað

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku umsókn um lóð við Hafnargötu 8 í Höfnum undir einbýlishús. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ var síðast byggt einbýlishús í Höfnum árið 2012 og þar áður árið 2009. Ekki er vitað um fleiri lóðaumsóknir í Höfnum í farvatninu þessa stundina.

Íbúar í Höfnum eru nú 110 og hefur fjölgað um fimm síðan í september í fyrra. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024