Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum fjölgar mest á Suðurnesjum
Miðvikudagur 1. febrúar 2012 kl. 09:55

Íbúum fjölgar mest á Suðurnesjum

Íbúum á Íslandi fjölgar mest á Suðurnesjum á árunum 2004-2010. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands en íbúafjöldinn fór úr 17.090 íbúum árið 2004 í 21.359 íbúa árið 2010. Þetta nemur 25% fjölgun íbúa á svæðinu á þessu 6 ára tímabili sem er það mesta á landinu.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar íbúum næstmest eða um 18% en Suðurland kemur þar næst á eftir með 10% fjölgun.

Íbúum á Vestfjörðum fækkar um 4% og á Norðurlandi vestra fækkar íbúum um heil 18%. Á landsvísu fjölgar íbúum um 8%.

Fjöldi nemenda í grunnskólum eykst einnig mest hér á svæðinu en fjölgun nemur 10%. Á öllum öðrum stöðum á landinu fækkar nemendum í grunnskóla nema á höfuðborgarsvæðinu en þar fjölgar grunnskólanemendum um 6% á árunum 2004-2010.

Sem dæmi þá fjölgar yngstu nemendunum í grunnskóla mest hér á Suðurnesjum, en nemendum í 1. bekk fjölgaði um 20% frá 2004-2010 en höfuðborgarsvæðið státar aðeins af sömu tölum. Ef litið er til fjölgunar yngstu nemendana á landsvísu þá eru Suðurnesin þar langt fyrir ofan en nemendum fjölgar aðeins um 3% ef horft er á landið allt, miðað við 20% á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024