Íbúðir við Kríuland afhentar tveimur mánuðum fyrir tímann
Bragi Guðmundsson, húsasmiður og byggingarverktaki, afhenti Búmönnum sex íbúðir við Kríuland í Garði föstudaginn 28. júní. Lokið var við gerð íbúðanna tveimur mánuðum fyrir tímann og í tilefni þess bauð Bragi öllum iðnaðarmönnunum sem komu að verkinu og íbúum í götunni í grillveislu daginn áður í frábæru veðri þar sem boðið var upp á alvöru steikur, bakaðar kartöflur og annað meðlæti.
Húsnæðisstofnun Ríkisins tók íbúðirnar út og voru engar athugasemdir gerðar en í umsögn um íbúðirnar var sagt að þær væru mjög vel heppnaðar og öllum sem komu að þeim til sóma.
Á föstudeginum buðu svo Búmenn til veislu í tilefni af afhendingu íbúðanna og voru þar saman komnir allir iðnaðarmennirnir sem komu að verkinu ásamt fjölda fólks.
Þess má geta að verið er að steypa upp fjórar íbúðir til viðbótar en um er að ræða íbúðir fyrir 50 ára og eldri.
Húsnæðisstofnun Ríkisins tók íbúðirnar út og voru engar athugasemdir gerðar en í umsögn um íbúðirnar var sagt að þær væru mjög vel heppnaðar og öllum sem komu að þeim til sóma.
Á föstudeginum buðu svo Búmenn til veislu í tilefni af afhendingu íbúðanna og voru þar saman komnir allir iðnaðarmennirnir sem komu að verkinu ásamt fjölda fólks.
Þess má geta að verið er að steypa upp fjórar íbúðir til viðbótar en um er að ræða íbúðir fyrir 50 ára og eldri.