Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðin í rúst eftir innbrot
Atli var skiljanlega í áfalli eftir aðkomuna.
Þriðjudagur 6. ágúst 2013 kl. 19:00

Íbúðin í rúst eftir innbrot

Óskemmtileg aðkoma eftir verslunarmannahelgi

Atli Már Gylfason útvarpsmaður segir farir sínar ekki sléttar. Eftir að hann kom heim frá Þjóðhátíð í Eyjum í gær blasti við honum fremur óskemmtileg aðkoma. Búið var að brjótast inn á heimili Atla við Þórustíg í Njarðvík og þaðan stolið verðmætum sem nema allt að milljón króna. Meðal þess sem var stolið var 50 tommu sjónvarpstæki og Imac tölvu, auk þess sem mikið af fatnaði og ýmsu smálegu var stolið. Atli segir það hafa verið mikið áfall að koma að heimili sínu í þessu ástandi en búið var að gramsa í öllum hirslum og hólfum og því allt á rúfi og stúfi í íbúðinni. Svo virðist sem þjófarnir hafi komið inn um útihurðina en svo virðist að hurðin hafi verið spörkuð upp. Einnig var búið að spenna upp ítinn glugga á baðherberginu. Nágrannar virðast ekki hafa orðið þjófana varir en íbúðin er í miðju íbúðarhverfi á neðri hæð tvíbýlis.

Atli sem einnig starfar sem plötusnúður segir það hafa verið mikið lán að búnaður að verðmæti 500 þúsund, sem hann notast við sem plötusnúður, hafi ekki verið í íbúðinni. Atli vill veita 50 þúsund króna fundarverðlaun til þeirra sem geta gefið upplýsingar um málið en hafa má samband við Atla á facebook síðu hans (sjá hér). Einnig er hægt að hafa samband við lögreglu sem vinnur að rannsókn málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Herbergi barna Atla var í rúst eftir innbrotið.

Hér á veggnum var áfast 50" sjónvarp sem snyrtilega var fjarlægt í burtu.