Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðin full af þýfi
Miðvikudagur 19. september 2012 kl. 14:14

Íbúðin full af þýfi

Komu að loftpressu í íbúðinni

Fólki, sem hafði skroppið til útlanda, brá heldur en ekki í brún þegar það kom heim til sín eftir nokkra fjarveru. Í íbúð mannsins og konunnar var alls konar dót sem þau könnuðust ekkert við og átti alls ekki að vera þar. Um var að ræða ýmis konar verkfæri, þar á meðal loftpressu og veltisög, sem húsráðendur töldu vera þýfi. 

Þeir höfðu því samband við lögregluna á Suðurnesjum. Í ljós kom að hluta af verkfærunum hafði verið stolið úr vinnuskúr við Bláa lónið, þar á meðal naglabyssu, járnklippum og hleðsluborvél. Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024