Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Íbúðalánasjóður svarar ekki Garðmönnum
Föstudagur 17. október 2014 kl. 09:31

Íbúðalánasjóður svarar ekki Garðmönnum

– óskað eftir fundi með sjóðnum og félagsmálaráðherra

Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði hefur sent Íbúðalánasjóði bréf vegna húsnæðismála í Garði. Íbúðalánasjóður á nú 57 eignir í Garði. Engin viðbrögð hafa orðið af hálfu Íbúðalánasjóðs við erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóði.

Í bréfinu til Íbúðalánasjóðs er óskað eftir samstarfi og fundi varðandi fjölda ónotaðra íbúða í eigu sjóðsins í Garðinum.

Í minnisblaði bæjarstjóra sem lagt var fyrir bæjarráð í Garði í gær er einnig fjallað um 7 félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins, ástand þeirra og nýtingu. Fyrir liggur að ráðast þarf í viðhaldsframkvæmdir vegna tveggja íbúða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024