Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðalánasjóður selur 161 íbúð á Suðurnesjum
Krossmói 1-3 í Reykjanesbæ. Þar eru 48 íbúðir í öðru eignasafni Íbúðalánasjóðs sem nú er boðið til sölu.
Mánudagur 27. október 2014 kl. 15:30

Íbúðalánasjóður selur 161 íbúð á Suðurnesjum

– bjóða íbúðirnar í tveimur eignasöfnum til leigufélaga

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. Þar af eru yfir 160 íbúðir á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður mun bjóða íbúðirnar til sölu í sjö eignasöfnum, en tilboðsgjafar geta boðið í eitt eða fleiri söfn. Tvö þessara eignasafna eru á Suðurnesjum. Sjóðurinn gerir þá kröfu til þeirra sem bjóða í eignirnar að þeir geri grein fyrir því hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna og að þeir hafi trausta getu til fjármögnunar kaupanna.

Annað tveggja eignasafnanna sem boðið er til sölu frá Suðurnesjum inniheldur 87 íbúðir og eru þær staðsettar í tveimur sveitarfélögum á Suðurnesjum. Eignirnar eru í Reykjanesbæ (79) og (8) og í Vogunum. Stærð fasteignanna er 8.263 fermetrar.

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er fasteignamat safnsins árið 2014 um 1.369,4 m.kr., þar af er lóðarmat um 100,6 m.kr. Fasteignamat 2015 er um 1.422,8 m.kr. og brunabótamat þann 10. september sl. var
samtals um 2.114,5 m.kr.

Af þessum 87 íbúðum voru 16 ekki í útleigu í október þegar þessar upplýsingar voru teknar saman, þar af voru 14 á söluskrá og því ekki boðnar til útleigu.
Gera má ráð fyrir því að leigutekjur séu 9,8  milljónir kr. á mánuði ef allt er leigt út á metinni markaðsleigu.

Hitt eignasafnið inniheldur 74 íbúðir og eru staðsettar í tveimur sveitar-félögum á Suðurnesjum. Eignirnar eru í Reykjanesbæ (72) og (2) í Grindavík. Stærð fasteignanna er 5.444 fermetrar.
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er fasteignamat safnsins árið 2014 um 948,6 m.kr., þar af er lóðarmat um 67,8 m.kr. Fasteignamat 2015 er um 979,4 m.kr. og brunabótamat þann 10. september sl. var samtals um 1.513,4 m.kr.

Af þessum 74 íbúðum voru þrjár ekki í útleigu í október þegar þessar upplýsingar voru teknar saman, þar af var ein sem ekki hafði verið boðin til útleigu þar sem hún var á söluskrá. Gera má ráð fyrir því að leigutekjur séu 6,2  milljónir kr. á mánuði, ef allt er leigt út á metinni markaðsleigu.

Að neðan má já sýnishorn úr því eignasafni sem nú er boðið til sölu.











Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024