Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Íbúðalánasjóður með 26% stofnframlag til íbúða í Sandgerði
Frá undirritun samnings um bygginguna. Myndin er tekin á lóðinni þar sem íbúðirnar munu rísa.
Mánudagur 16. janúar 2017 kl. 13:15

Íbúðalánasjóður með 26% stofnframlag til íbúða í Sandgerði

- Framkvæmdir hefjast í sumar

Íbúðalánasjóður hefur samþykkt 26 prósenta stofnframlag til byggingar íbúða að Lækjamótum 61 til 65 í Sandgerði. Stofnframlag sjóðsins er háð því að Sandgerðisbær leggi til 12 prósenta stofnframlag. Að auki er sveitarfélögum heimilt að leggja til 4 prósenta viðbótarframlag. Ákveðið var á fundi bæjarráðs Sandgerðis 10. janúar síðastliðinn að leggja til við bæjarstjórn að veita 16 prósenta stofnframlag til byggingarinnar. Frá þessu er greint á vef Sandgerðisbæjar

Markmið laga um almennar íbúðir sem tóku gildi á síðasta ári er að bæta húsnæðisöryggi einstaklinga og fjölskyldna sem eru undir tekjumörkum og auka aðgengi að leiguhúsnæði. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á íbúðum til að stuðla að því að leiguíbúðir verði í boði á viðráðanlegu verði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Áætlað er að byggja nú fimm íbúðir í Sandgerði fyrir fólk með fötlun. Landssamtökin Þroskahjálp standa að verkefninu með Sandgerðisbæ. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við bygginguna hefjast með sumrinu.