Íbúðaeiningar úr háþekjugámum settar niður við Víkurbraut 6
	Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veitt verði heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð við Víkurbraut 6 í Keflavík. Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur skilað inn umsögn.
	 
	Félagið Víkurröst ehf. sótti um heimildaina en íbúðaeiningarnar og þjónustueining er í samræmi við þörf skjólstæðinga velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Einingarnar verða þarna til þriggja ára til reynslu. 
	„Mikilvægt er að vinna að stefnumótun á þessum málaflokki og tengja hana við endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar,“ segir í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				