Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 22. ágúst 2000 kl. 11:47

Íbúð undir vatni

Liðin vika var fremur róleg hjá Brunavörnum Suðurnesja, að sögn Jóns Guðlaugssonar varaslökkviliðsstjóra. Liðið fór í 9 sjúkraflutninga og 3 brunaútköll. Mikið tjón varð vegna vatns í íbúð í Reykjanesbæ, sl. miðvikudag, þegar ofn sprakk. Íbúar voru ekki á staðnum þegar óhappið átti sér stað en þegar þeir komu heim þá var vatn yfir allri íbúðinni. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og dældu vatninu úr íbúðinni en skemmdir á henni eru töluverðar. Kveikt var í rusli í skrúðgarðinum í Keflavík sl. föstudag. Slökkviliðið fór á staðinn, slökkti eldinn og hreinsaði upp ruslið. Að sögn Jóns Guðlaugssonar var eldurinn minniháttar og engin hætta á ferðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024