Íbúð með alvöru útsýni!
Nýtt háhýsi hefur risið með ógnarhraða í Keflavík á síðustu vikum. Húsið er á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu en þar verða 24 íbúðir og ein stór þakíbúð að auki. Útsýnið þaðan er stórglæsilegt eins og ljósmyndari Víkurfrétta komst að í gær eftir að hafa þrammað upp endalausa stiga.Þakíbúðin er þegar seld en ennþá er hægt að fá keyptar íbúðir í húsinu. Það eru fasteignasölurnar Stuðlaberg og Fasteignasala Gunnars Ólafssonar sem selja íbúðir í húsinu en byggingaraðili er Hjalti Guðmundsson ehf.