Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúaþing í Grindavík á morgun
Föstudagur 20. apríl 2007 kl. 11:10

Íbúaþing í Grindavík á morgun

Efnt er til íbúaþings í Grindavík á morgun, laugardag.
Þar gefst bæjarbúum kostur á að kynna sér og taka þátt í að móta skipulags- og skólamál bæjarfélagins.

Endurskoðað aðalskipulag bæjarins hefur verið í vinnslu en þar koma fram hugmyndir að því hvernig bæjarfélagið muni þróast næstu 20 árin.
Á meðal helstu nýmæla er færsla Suðurstrandavegar 500 metra norðar á kafla þannig að svigrúm skapist fyrir íbúðabyggð sem heldur áfram austur upp í Hestabrekku. Með þessari framtiðarsýn næstu 20 árin má reikna með að Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðarhverfi tengist rúmlega 5 þúsund íbúa bæjarfélagi, segir í kynningarriti Grindavíkurbæjar vegna íbúaþingsins.

Á íbúaþingingu verða kynntar teikningar að nýjum grunnskóla við Suðurhóp og tillögur að nýjum tónlistarkskóla með tengingu við Kvennó. Þá verða kynntar hugmyndir fasteignafélagsins Laugarnes að nýjum miðbæ auk þess sem fjallað verður um stefnumótun í umhverfis- og útivistarmálum Grindavíkurbæjar. Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, flytur fyrirlestur um skólamál.

Íbúaþingið hefst kl. 11 og stendur yfir til kl. 14 í Grunnskóla Grindavíkur.


Mynd / Þorsteinn G. Kristjánsson: Horft yfir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024