Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 29. mars 2001 kl. 15:30

Ibúar uppgefnir á slóðahætti verktaka

Ibúar í Innri Njarðvík eru búnir að fá sig full sadda á slóðahætti verktaka sem vinnur að lagningu skólpræsis í gegnum hverfið.
Rúmlega tveggja metra djúpur skurður hefur staðið opinn frá því um áramót án þess að vera girtur af. Gangstétt er við skurðinn og hefur víða hrunið undan gangstéttinni. Íbúi í Innri Njarðvík sem hafði samband við Víkurfréttir sagði að steininn hafi tekið úr um síðustu helgi þegar stór skurður fullur af vatni hafi verið skilinn eftir afgirtur að hluta.
„Þetta er dauðagildra og ekkert annað“ sagði íbúinn í samtali við blaðið. Slóðahátturinn við framkvæmdina hefur verið kærður tvívegis til lögreglu án þess að nokkuð hafi gerst.






Opinn skurður fullur af vatni og aðeins afgirtur að hluta. Dauðagildra, segja íbúar í Innri Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024