Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Íbúar taki ákvörðun um framtíð kísilvers
Kísilverið í Helguvík.
Þriðjudagur 16. október 2018 kl. 19:15

Íbúar taki ákvörðun um framtíð kísilvers

Ljóst er að óvissa ríkir um stöðu skipulagsmála í Helguvík og óljóst er að kísilverksmiðjan geti tekið til starfa á ný á grundvelli gildandi skipulags. Þá ríkir óvissa um skyldu Reykjanesbæjar til þess að samþykkja beiðni frá Verkís ehf. fyrir hönd Stakksbergs ehf., sem er eigandi kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsins vegna kísilversins, sem áður hét United Silicon, verði tekin til meðferðar. Jafnframt var óskað eftir heimild til vinnu við deiliskipulagsbreytingu í samræmi við skipulags- og matslýsingu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði málinu á fundi sínum sl. föstudag og bæjarstjórn tók málið til meðferðar á þriðjudagskvöld.
 
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram á fundinum tillögu þar sem fram kemur að kanna þarf betur, meðal annars, gildi þess deiliskipulags sem nú er í gildi auk framkvæmdaleyfa. Þá þarf að skoða hvort það sé ekki eðlilegt að framkvæmdaaðili klári að vinna umhverfismat áður en hafist er handa við endurskoðun deiliskipulags. Loks, ef farið verður í endurskoðun á skipulagi í Helguvík, hvort ekki sé rétt að Reykjanesbær standi sjálfur að þeim breytingum, og þá jafnvel í fleiri en einum áfanga og þá með hvaða hætti mögulegt er að tryggja aðkomu íbúa að deiliskipulagsbreytingu ef einhver verður. Á fundi bæjarstórnar var lögð sérstök áhersla á aðkomu íbúa að málinu.
 
„Við teljum rétt að aflað sé frekari gagna um málið og felum skipulagsfulltrúa að beina erindi til Skipulagsstofnunar og óska eftir því að skýr svör berist sem fyrst. Það er því lagt til að þessu máli verði frestað á meðan frekari gagnaöflun fer fram,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
 
Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum á morgun.

Í SPILARANUM HÉR AÐ NEÐAN MÁ HORFA Á UMRÆÐUR Á BÆJARSTJÓRNARFUNDINUM Í REYKJANESBÆ NÚ SÍÐDEGIS.

Public deli
Public deli