Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Suðurnesja 27.650
Mánudagur 9. september 2019 kl. 08:12

Íbúar Suðurnesja 27.650

Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 446 manns frá 1. desember 2018. Þetta gerir 2,4% fjölgun íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 601 eða 2,2%. Íbúar Suðurnesja voru 27.650 þann 1. september.

Íbúum landsins hefur fjölgað um 5.127 manns eða 1,4% á ofangreindu tímabili. Þann 1. september sl. voru 361.798 einstaklingar skráðir með búsetu hér á landi samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúafjöldi á Suðurnesjum 1. september:

Reykjanesbær 19.315
Suðurnesjabær 3.545
Grindavíkurbær 3.500
Sveitarfélagið Vogar 1.290