Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 7. nóvember 2003 kl. 20:21

Íbúar Stóru blokkarinnar vilja hraðahindrun á Faxabraut

Ekið var á barn við fjölbýlishúsið að Faxabraut 27 í Keflavík síðdegis í gær. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Meiðslin voru minniháttar en barnið hafði hruflast á fótum. Íbúar í fjölbýlishúsinu hafa haft samband við Víkurfréttir og vakið athygli á því að þarna eigi sér oft stað hraðakstur og vilji sé meðal íbúa að setja niður hraðahindrun á Faxabraut milli Sólvallagötu og Hringbrautar.
Í gær urðu tvö umferðaróhöpp í Keflavík og eitt í Grindavík. Ekki urðu slys á fólki en nokkurt eignatjón og þurfti að fjarlægja eina bifreið með dráttarbifreið.
Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sjö voru á Reykjanesbraut, einn á Grindavíkurvegi og einn á Njarðarbraut. Sá sem hraðast ók var á 114 km. hraða.
Í nótt var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.  Mældur hraði var 109 km þar sem hámarkshraði er 70 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024