Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Innri-Njarðvíkur langþreyttir á óþef frá Laugafiski hf.
Föstudagur 28. júní 2002 kl. 14:33

Íbúar Innri-Njarðvíkur langþreyttir á óþef frá Laugafiski hf.

Íbúar í Innri-Njarðvík eru orðnir langþreyttir á miklum óþef sem leggur frá starfsemi fyrirtækisins Laugafisks. Heilbrigðisnefd Suðurnesja veitti fyrirtækin áminningu á dögunum fyrir ítrekuð brot á starfsleyfi þess og í kjölfarið lofuðu forsvarsmenn Laugafisks úrbótum. Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð og er enn mikinn fnyk að finna frá starfsemi fyrirtækisins og festist sú fíla í fötum fólks ef það vogar sér of nálægt.Bergur Sigurðsson, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir nú fyrir skömmu að embættið hefði stöðug afskipti af starfseminni. Svona mál væru mjög viðkvæm og mikið í húfi og því væri mikilvæg að rétt væri að þeim staðið og gæta þyfti meðalhófs í öllum ákvörðunum en jafnframt þurfi að tryggja rétt íbúa til að anda að sér heilnæmu lofti. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur falið fulltrúum sínum að fylgjast með hvort lyktarmengun verði í nánasta umhverfi fyrirtækisins á starfsleyfistímanum. Ef lyktmengun ekki hættir mun heilbrigðisnefndin ekki endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins sem rennur út þann 1. september n.k.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024