Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Íbúar Innri Njarðvíkur hreinsa hverfið og grilla
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 07:00

Íbúar Innri Njarðvíkur hreinsa hverfið og grilla

Íbúar Innri Njarðvíkur halda rusladag í Innri Njarðvík nk. laugardag, 28. maí. Þá er ætlunin að týna upp rusl um allt hverfið og enda svo dagsverkið með grillveislu sem verður við Akurskóla. Rusladagurinn mun standa frá kl. 12 til 17 og eru allir íbúar Innri Njarðvíkur hvattir til að taka þátt í deginum. Það virðist líka vera samtakamáttur í Innri Njarðvíkingum því fjölmargir hafa boðað þátttöku sína í deginum á fésbókarsíðu sem stofnuð hefur verið um verkefnið.

Innri Njarðvík hefur verið skipt upp í sjö svæði og skipaðir hafa verið hópstjórar fyrir hvert svæði. Reykjanesbær leggur hreinsunardeginum lið með því að útvega þá ruslapoka sem þarf og mun svo sjá um förgun á því rusli sem safnað verður saman á ákveðna staði á viðkomandi svæðum.

Public deli
Public deli