Íbúar í Innri-Njarðvík betlaðir um símtal
Rúmenar sem verið hafa hér í Reykjanesbæ á vegum Rauða-kross Íslands hafa vakið mikla óánægju meðal nokkura íbúa í Innri-Njarðvík. Hafa þeir bankað upp á í heimahúsum þar og beðið um að fá að hringja til Rúmeníu og verið mjög uppáþrengjandi að sögn eins íbúa í Innri-Njarðvík sem vildi ekki láta nafn síns getið. Sagðist hann þrisvar hafa þurft að hringja í lögreglu vegna þessa.Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af þeim á Hafnargötunni þar sem þeir ráfuðu um búðir en ekki er vitað til þess að þeir hafi stolið neinu enda engin ástæða til þess að ætla það. Eftir að lögregla talaði við þá hefur ekkert frést af þeim.