Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar í Garði orðnir 1300
Þriðjudagur 9. september 2003 kl. 12:08

Íbúar í Garði orðnir 1300

Frá árinu 1990 hefur íbúum Gerðahrepps fjölgað um rúm 18% eða úr tæpum 1100 í um 1300 íbúa. Á þessu tímabili hefur orðið gjörbylting í umhverfismálum sveitarfélagsins. Grænum svæðum hefur fjölgað og stórátak gert í að malbika götur og steypa gangstéttar. Á þessu tímabili hefur þurft að útbúa margar nýjar götur vegna fjölgunar íbúa með þeim kostnaði sem því fylgir.Um þessar mundir fagna Garðbúar 10 ára afmælis Íþróttamiðstöðvarinnar. Bygging hennar var gífurlega stórt átak miðað við íbúafjölda sveitarfélagsins. Gerðaskóli var stækkaður og öll vinnuaðstaða bætt mjög og er skólinn nú einsetinn. Nýr leikskóli var byggður. Áfram er unnið að frekari uppbyggingu sveitarfélagsins og má þar nefna uppbyggingu öldrunarmála í nágrenni við hjúkrunarheimilið Garðvang.Í undirbúningi er stækkun Byggðasafnsins. Þá er framundan stækkun leiksólans og frekari stækkun Gerðaskóla,auk annarra hefðbundinna verkefna, sem ávallt eru í gangi.
Þrátt fyrir alla uppbygginguna og framkvæmdir eru skuldir Gerðahrepps ekki nema 306 þús. á íbúa í árslok 2002 (samburðartala frá 2001 er 270 þús.). Þetta eru lægstu skuldir á íbúa allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í árslok 2002.
Eignaaukning sveitarfélagsins er mikil á þessu tímabili og einnig má benda á eign Gerðahrepps í Hitaveitu Suðurnesja, sem er að nafnverði 344 milljónir en söluverð væri mun meira.Staða Gerðahrepps er því mjög sterk, segir á vef sveitarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024