Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Hafna ósáttir við gæði neysluvatns
Þriðjudagur 2. ágúst 2005 kl. 10:19

Íbúar Hafna ósáttir við gæði neysluvatns

Greint hefur verið frá því á vefsvæðinu hafnir.is að íbúar Hafna séu ekki á eitt sáttir við neysluvatn sitt.

Um langt skeið hafa íbúar Hafna kvartað um gæði neysluvatnsins við Árna Sigfússon, bæjarstjóra. Nú síðast voru uppi háværar raddir á íbúafundi í Höfnum sem Árni Sigfússon hélt í byrjun sumars. Þar kvörtuðu íbúar undan því að vatnið væri ekki drykkjarhæft. Nokkrir íbúar höfðu einnig orðið varir við bjúg og útbrot sem þau töldu vera til komin sökum vatnsins.

Þrátt fyrir að sumir íbúar Hafna hafi þurft að grípa til þess að sækja vatn á brúsa hefur að því er kemur fram á vefsíðunni lítið verið gert í þessum málum.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni með því að smella hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024