Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íbúar fái notið heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ
Horft yfir hluta byggðarinnar í Sandgerði, Suðurnesjabæ.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 28. október 2020 kl. 19:32

Íbúar fái notið heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ

„Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi. Á vegum ríkisins er engin heilbrigðisþjónusta rekin í Suðurnesjabæ, á meðan íbúar í öðrum sveitarfélögum landsins búa að því að geta notið heilbrigðisþjónustu í sínum sveitarfélögum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar, sem fundaði síðdegis. Þar var heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ til umræðu.

Bæjarráð bendir á að í þessu felst mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar og hvetur heilbrigðisráðuneytið til þess að bæta hlut íbúa sveitarfélagsins að þessu leyti og beiti sér fyrir fjárheimildum í fjárlögum næsta árs í því skyni. Bæjarstjóra Suðurnesjabæjar er jafnframt falið að óska eftir að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mæti til fundar hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024