Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar á Vallarheiði ánægðir með uppbygginguna
Föstudagur 5. september 2008 kl. 11:41

Íbúar á Vallarheiði ánægðir með uppbygginguna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Capacent Gallup framkvæmdi á dögunum viðhorfskönnun á meðal stúdenta sem leigja húsnæði á Vallarheiði. Niðurstöður sýna að yfirgnæfandi meirihluti íbúa er mjög ánægður með íbúðir sínar og uppbygginguna sem hefur átt sér stað á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því Bandaríkjaher yfirgaf svæðið.

Á meðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að 87,4% íbúa eru ánægðir eða mjög ánægðir með Vallarheiði sem stað til þess að búa á og 92,5% svarenda telja að uppbygging á Vallarheiði hafi tekist vel. Vallarheiði er nafn þess svæðis sem bandaríkjaher yfirgaf árið 2006 en hefur nú öðlast nýjan tilgang sem stærsta byggð háskólanema (e. Campus) á Íslandi.

Ýmis fyrirtæki og stofnanir er farin að setjast að á svæðinu í bland við stúdentana. Íbúar á Vallarheiði verða í haust orðnir samanlagt 1.900 og verður svæðið því orðið álíka fjölmennt og sveitafélög á borð við Dalvík. Frá því að Bandaríkjaher fór haustið 2006 hefur mikil uppbygging átt sér stað sem sér engan enda á.

Má þar meðal annars nefna:
- Keili - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs; hefur verið ýtt úr vör og er nú komin á mikla siglingu. Í fyrstu útskrift Keilis í ágúst voru 85 nemendur útskrifaðir af námsbrautinni Háskólabrú. Nokkrar brautir til háskólaprófs eru að hefjast og gerir Keilir ráð fyrir að tæplega 400 nemendur muni stunda þar nám í haust.
- Veitingastaðurinn Langbest hefur opnað veitinga- og kaffihús sem tekur 100 manns í sæti. Kaffihúsið er rekið í samvinnu við Kaffitár.
- Frumkvöðlasetrið Eldey, samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar mun hefja starfsemi í september og verða fimm sprotafyrirtæki komin í húsið í strax í haust.
- Verne Global mun brátt hefja framkvæmdir við fyrsta græna gagnaverið og er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum.
- Dreifingarmiðstöðin rekur vöruhótel með 20 starfsmönnum.
- Formaco hefur komið á fót álgluggaverksmiðju og starfa þar 15 manns.
- Þekkingarfyrirtækið Gagnavarslan hefur tekið til starfa og eru þar 13 starfsmenn.
- Samkaup Strax matvöruverslun hefur verið hleypt af stokkum.
- N1 hefur opnað bensín- og þjónustustöð sem býður meðal annars upp á smur- og dekkjaþjónustu.
- Brunamálastofnun hefur komið á kopp Brunamálaskóla.
- Íþróttavellir reka íþróttahús þar sem hægt er að leigja íþróttasal, spila veggtennis og komast í líkamsrækt.
- Grunnskólinn Háaleitisskóli hefur opnað dyr sínar. 94 nemendur voru skráðir til náms á fyrsta degi.
- Tveir leikskólar eru komnir á legg með alls 220 nemendur. Annar skólinn er á vegum Hjallastefnunnar.
- Listasmiðjan heitir aðstaða fyrir ýmsa menningar og tómstundahópa í Reykjanesbæ.
- Fjörheimar, félagsmiðstöð ætluð unglingum í 8-10 bekk, hefur tekið til starfa í glæsilegri aðstöðu.
- Þjóðkirkjan hefur fest kaup á Kapellu ljóssins og ætlar að byggja upp rannsóknarsetur á komandi misserum.
- Hjálpræðisherinn mun setja í gang starfsemi með haustinu.


Auk fastrar starfsemi hafa ýmis tímabundin verkefni átt sér stað á svæðinu og má þar helst nefna:
- Nýjasta kvikmynd Dags Kára Péturssonar og ZikZak, „The Good Heart“ var að hluta til tekin á sjúkrahúsinu á svæðinu
- Nýjasta kvikmynd Júlíusar Kemp: Reykjavik Whale Watching Massacre (RWWM) verður einnig tekin að hluta til á svæðinu
- Stórdansleikir hafa verið haldnir í hinum sögufræga Officera klúbb við góðar undirtektir.



Um Ljósanótt verða nokkrir viðburðir á svæðinu og má þar helst nefna:
- Hljómsveitin Hjaltalín heldur tónleika ásamt Léttsveitinni í Andrews leikhúsinu á Sunnudaginn kl 15:00
- Byggðasafn Reykjanesbæjar mun halda sýningu um flugvöllinn og herstöðina á tímum bandaríkjahers. Sýningin verður á Grænásbraut 349
- Íþróttavellir munu vera vettvangur hraðmóts í körfubolta kvenna á vegum UMFN. mótið hefst kl. 17:00 á föstudeginum með leik Grindavíkur og Keflavíkur. Önnur lið í mótinu eru: Njarðvík, Haukar, Fjölnir, Valur og KR.
Viðhorfskönnun Capacent var framkvæmd fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.