Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúalýðræðið verður fótum troðið
Fimmtudagur 1. október 2009 kl. 08:43

Íbúalýðræðið verður fótum troðið


Bæjarráð Grindavíkur mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar án þess að íbúar fái að tjá sig á lýðræðislegan hátt um málið. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá í gær.


Samgönguráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta.
Í henni kemur fram að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra telur nauðsynlegt að fara nýjar leiðir við sameiningar svo ná megi heildstæðari árangri við eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þó að leið frjálsrar sameiningar hafi leitt til verulegrar fækkunar sveitarfélaga sé fjöldi fámennra sveitarfélaga enn of mikill og jafnframt ákveðin hindrun fyrir frekari eflingu sveitarstjórnarstigsins. Með öðrum orðum er verið að tala um lögþingaða sameiningu.

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur til sameiningar og stækkunar sveitarfélaga en hefur ekki stutt hugmyndir um lögþvingaða sameiningu, segir í yfirlýsingunni.

Bæjarráð Grindavíkur álítur að með lögþvingaðri sameiningu verði íbúalýðræði fótum troðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024