Íbúafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi
Af tilefni jarðhræringa á Reykjanesi verður íbúafundur haldinn í Stapa, Hljómahöll, næstkomandi miðvikudagskvöld, 8. nóvember, kl. 20:00. Tilgangur fundarins er að veita upplýsingar og gefa íbúum og atvinnurekendum tækifæri til að bera fram spurningar.
Unnið er að mótun dagskrár en eftirtaldir aðilar hafa staðfest þátttöku sem frummælendur; Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofan, HS Orka og HS Veitur.
Að framsögum loknum mun kjarni þess sem fram kemur verða túlkaður á pólsku. Að því loknu gefst fundarmönnum tækifæri á að bera fram spurningar og þá munu lögreglan og mögulega fleiri aðilar bætast í hópinn. Allar ábendingar frá hagaðilum eru vel þegnar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, stýrir fundinum sem verður einnig sendur út í beinu streymi.